Stoppleikhópurinn

Facebook

Um leikhópinn

griman3

Um leikhópinn

Stoppleikhópurinn er atvinnuleikhús sem stofnað  var  árið 1995 sem fræðsluleikhús fyrir börn og unglinga. Hann hefur  starfað samfleytt í 24 ár og frumsýnt 30 ný íslensk leikrit. Leikhópurinn starfar eingöngu sem ferðaleikhús og hefur sýnt verk sín um allt Ísland, þar sem frumsýnt hefur verið í grunnskólum, kirkjum, leikskólum og framhaldsskólum.

Árið 2009 hlaut Stoppleikhópurinn Grímuverðlaunin  fyrir barna og unglingaleiksýninguna: “Bólu-Hjálmar” eftir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggavason.

Leikstjóri var Ágústa Skúladóttir.

Stoppleikhópurinn hefur nálgast börn og unglinga á þeirra heimavelli öll þessi 24 ár þ.e.a.s. sýnt sýningar í skólunum og á skólatíma.Þannig er tryggt að allir sjái verkin í návígi við leikarana og listamennina. Slíkt augnablik er sérstakt og krefur áhorfendann um samspil við listaverkið sem lifir bara á þessu sérstaka augnabliki.