Stoppleikhópurinn

Facebook

Leikárið 2016-2017.

Leikárið 2016-2017.

Þá er nýtt leikár hafið hjá Stoppleikhópnum í vetur en þar verða  sýnd sex  íslensk barna og unglingaverk.

Eitt leikrit er nýtt af nálinni í vetur en það er: “Upp,upp”-Æskusaga Hallgríms Péturssonar.

Höfundur er Valgeir Skagfjörð en verkið er byggt á bók Steinunnar Jóhannesdóttur “Heimanfylgja”.

Leikritið er ætlað unglingum á aldrinum 12-16 ára og tekur um 55. mín. í flutningi.

Verkið  er  sniðið  að  ungum  áhorfendum  og  miðar  að  því  að  gefa  
grunnskólabörnum  innsýn  í  lífsbaráttu  Íslendinga  á  17.  öld  og  hvaða  merkingu  það  hafði  fyrir  ungan  dreng  eins  og  Hallgrím  Pétursson  að  alast  upp  í  Skagafirði  á  þeim  tíma.  Hvaða  áhrif  hafði  það  á  hann  að  dvelja  á biskupssetrinu  að  Hólum  í  Hjaltadag  og  ganga  í  skóla    á  æðsta  menntasetri  landsins  og  kynnast  því  merka  fólki  sem  þar  bjó.

Barna og unglingasýningar Stoppleikhópssins í vetur eru:

“Sigga og Skessan í jólaskapi” byggt á sögum  Herdísar Egildóttur.

“Jólin hennar Jóru”

“Hans Klaufi” eftir sögu H.C.Andersen.

“Ævintýri Jónatans og Pálu”

“Upp,upp”-Æskusaga Hallgríms Péturssonar. 

“Hrafnkelssaga Freysgoða” .