Stoppleikhópurinn

Facebook
Hrafnkelsaga Freysgoða

Hrafnkelsaga Freysgoða

Hrafnkelsasga Freysgoða” leikgerð byggð á íslendingasögunni góðkunnu mun hefjast aftur í vetur en leikritið var frumsýnt í október 2004.

Leikritið hlaut þar afar góðar undirtektir skólayfirvalda og eru sýningar nú orðnar um 120. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bjóða leiksýninguna aftur í vetur og þá ekki síst fyrir nýja árganga.

Hrafnkelssaga Freysgoða eða Hrafnkatla, er í hópi þekktustu Íslendingasagna.

Þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hestinum Freyfaxa í leyfisleysi.  Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarnason Hrafnkeli fyrir vígið og dregur það mál mikinn dilk á eftir sér.

Leikritið er ætlað sem innlegg inn í bókmenntasögu grunnskólanema og til að glæða

áhuga þeirra á Íslendingasögunum.

 

Grunnskólum býðst að panta leiksýninguna en sýningartími er um kennslustund eða 45 mínútur. Leikritið er ætlað börnum og unglingum á aldrinum: 11-20 ára..

 

Fyrir aldurinn: 5-10 bekkur grunnskóla.

Sýningartími: 45 mínútur.

Höfundur leikgerðar og leikstjóri: Valgeir Skagfjörð.

Leikarar: Eggert Kaaber og Sigurþór Albert Heimisson.

Leikmynd og Búningar: Vignir Jóhannsson.

Sýningar hefjast aftur 15. janúar 2017

 Untitled