Stoppleikhópurinn

Facebook
Hans klaufi

Hans klaufi

Barnaleikritið: “Hans klaufi” byggt á sögu H.C.Andersen’s

 

 

Stoppleikhópurinn býður upp á lauflétt barnaleikrit með söngvum, en það byggir á hinu þekkta ævintýri skáldssins: “Hans klaufi”.

Þessi fallega saga er sett á svið með yngstu börnin í huga þar sem söngur og leikur fléttast saman á skemmtilegan hátt.

 

Þetta uppbyggjandi ævintýri fjallar um Hans klaufa og bræður hans en þeir eru á leið til konungshallarinnar að biðja kóngsdóttur. Hún hefur nefnilega látið þau boð út ganga að sá sem kemur best fyrir sig orði hlýtur hana fyrir konu og síðast en ekki síst allt konungdæmið.

Þegar Hans klaufi fréttir þetta ætlar hann sko ekki að missa af neinu. Hann ætlar líka að biðja kóngsdóttur.

 

 

Leikstjórn,tónlist og söngtextar: Valgeir Skagfjörð.

Leikgerð: Stoppleikhópurinn.

Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.

Búningar og leikmynd: Súsanna Magnúsdóttir.

Aðstoð við brúðugerð: Katrín Þorvaldsdóttir.

hans klaufi

Sýningar hefjast aftur 10. október 2019