Stoppleikhópurinn

Facebook
Ævintýri Jónatans og Pálu

Ævintýri Jónatans og Pálu

Ævintýri Jónatans og Pálu

 

Stoppleikhópurinn býður upp á  íslenskt barnaleikrit en það nefnist: “Ævintýri Jónatans og Pálu” . Leikritið er óbeint framhald af leiksýningunni Ósýnilega vininumsem Stoppleikhópurinn sýndi við góðar undirtektir á sínum tíma.

 

Í nýja verkinu halda vinirnir Jónatan og Pála áfram að velta fyrir sér lífinu og tilverunni. Pála hefur áhyggjur vegna ömmu sinnar sem er orðinn gömul og hrum. Hún heldur að hún sé að fara og veltir því fyrir sér hvað gerist í kjölfarið. Jónatan vinur hennar kemur þá með hugmynd til að bjarga henni frá þessum örlögum. Þau halda í ferðalag og læra margt um lífið, tilveruna og síðast en ekki síst þau sjálf.

 

Stoppleikhópurinn hefur verið í fararbroddi íslensks barna – og unglingaleikhúss í 20 ár. Hópurinn hefur haft það að leiðarljósi í verkum sínum sem sýnd hafa verið á Höfuborgarsvæðinu sem og út um land allt, að sýna börnum og unglingum heiminn í gegnum leikhúsið, fræða og skemmta þeim og ekki síst vekja þau til umhugsunar.

Leikarar eru: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.

Sýningartími: 25 mínútur.

Sýningar hefjast aftur 1. október 2019.

IMG_6158 as 15 2